
Brotlending
Verkið Brotlending er útskriftarverkefni mitt úr grafískri hönnun úr Listaháskóla Íslands vorið 2025.
Brotlending er frumsamið verk um félagana Albert og Bezóar sem brotlenda geimskipi sínu á ókunnum stað og þurfa að leggja í afdrifaríkt ferðalag til að finna leiðina heim.
Verkið er sjónrænt tilraunaverkefni sem rannsakar mótun frásagnar í heimi teiknimyndasagna. Í verkefninu kanna ég hvernig viðfangsefni sagnanna getur haft áhrif á form þeirra og hvernig útfærslan getur á móti haft áhrif á þróun sögunnar.
Umbrot bókarinnar kallast á fræðilegu máli leporello eða harmonikku brot. Sagan getur með því lagst á eina órofna blaðsíðu frá upphafi til enda og myndað eins konar refil. Í Brotlendingu leggst landslag sögunnar á þennan refil og myndar grundvöll frásagnarinnar. Yfir refilinn leggjast rammar með skilgreindari senum sem vefa frásögnina í eina heild.


